Úrslitakeppninn er hafinn í Slóvakíu og tók topplið Slavia á móti neðsta liði deildarinnar Komarno á laugardaginn í átta liða úrslitum. Slavia setti strax tóninn fyrir leiknum þegar þær leiddu í fyrstu hrinu 8-1. Komarno sá ekki til sólar meðan Matthildur og hennar liðsmenn sýndu listir sínar og leiddu þær áfram með tíu stiga mun í stöðunni 15-5. Slavia silgdi þægilegum sigri heim í fyrstu hrinu 25-12.
Slavia gaf ekkert eftir og byrjuðu af sama krafti og í þeirri fyrstu þegar þær leiddu 10-4. Þjálfari gestana tók loks leikhlé í stöðunni 18-11 fyrir Slavia. Það gekk lítið upp hjá Komarno á meðan Slavia spilaði stórkostlega og kláruðu aðra hrinu 25-16.
Aftur byrjaði Slavia vel og komu sér í góða stöðu þegar lær leiddu 15-7. Þær leiddu áfram með tíu stigum þegar staðan var 20-10. Matthildur kláraði svo þriðju hrinuna 25-12 þegar hún skoraði stig beint úr uppgjöf. Slavia er því 1-0 yfir í áttaliða úrslitum í úrslitakeppninni en vinna þarf tvo leiki. Næsti leikur er miðvikudaginn 26. mars