Fréttir - Okkar fólk úti

Slavia komið 2-0 yfir í undanúrslitum

Annar leikur í undanúrslitum í úrvalsdeild kvenna í Slóvakiu fór fram í gær þar sem Nové Mesto tók á móti Matthildi og liðsfélugum hennar í Slavia. Nové Mestu voru mun einbeittari en þær voru í fyrsta leiknum og héldu vel í Slavia í fyrstu hrinunni sem stóð jöfn 13-13. Nové Mesto náði þá yfirhöndinni eftir það og leiddi allt þar til Slavia jafnaði metinn í 21-21 með þvílíku blokkarstigi. Nové Mesto gerði þó betur á endasprettinum og tóku fyrstu hrinuna 25-23.

Nové Mesto byrjaði aðra hrinuna betur og leiddu snemma leiks þar til Slavia gaf í og náðu tveggja stiga forskoti í stöðunni 14-12 þegar Nové Mesto tók leikhlé. Slavia leiddi áfram 14-18 þegar Þjálfari gestana gerði tvöfalda skiptingu og skipti Matthildi útaf. Það setti leik gestana í vandræði sem áttu erfitt með að stilla sig af. Nové Mesto nýtti sér það og komu sér aftur inn í hrinuna þegar þær jöfnuðu hana loks 21-21. Matthildur var svo aftur sett inn á í stöðunni 24-22 fyrir Nové Mesto. Hún gerði sér lítið fyrir og blokkaði strax og hleypti lífi í sínar konur sem jöfnuðu hrinuna 24-24. Við tók spennandi upphækkunn sem endaði með sturtublokk hjá Slavia sem kláraði aðra hrinuna 26-28.

Slavia byrjaði þriðju hrinuna vel og leiddu alveg frá byrjun þar til Nové Mesto tók leikhlé í stöðunni 12-15 fyrir Slavia. Gestirnir héldu áfram af krafti og komu sér í góða stöðu 14-20. Slavia gerði sér lítið fyrir og kláruðu þriðju hrinuna sannfærandi 15-25.

Slavia byrjaði betur í fjórðu hrinu en Nové Mesto gaf þá í og leiddu þær með þremur stigum 9-6 þegar Slavia tók leikhlé. Slavia jafnaði í 14-14 og svo aftur í stöðunni 20-20 þegar sauð upp úr hjá leikmanni í Slavia sem endaði með að fá gult og rautt spjald í sömu hendi og mátti því ekki klára hrinuna, kom því ungur leikmaður í hennar stað sem hafði ekkert spilað allan leikinn. Nové Mesto nýttu sér það vel og kláruðu fjórðu hrinuna 25-23.

Slavia byrjaði oddahrinuna gríðalega vel með einni góðri sókn og tvemur blokkum. Þær leiddu strax 0–3 þegar Nové Mesto tók leikhlé sem gerði þeim gott því þær jöfnuðu hrinuna í 4-4 og leiddu svo 8-7 þegar liðinn skiptu um vallarhelminga. Slavia jafnaði strax aftur hrinua í 8-8 og tók svo við blokkveisla hjá gestunum sem leiddu snögglegan 9-11. Slavia kláraði svo hrinuna sannfærandi 10-15 og er því komið 2-0 yfir í undanúrlita einvíginu. Matthildur Einarsdóttir átti frábæran leik og endaði hún með 7 stig.

Næsti leikur hjá Matthildi er laugardaginn 12. april og með sigri geta þær tryggt sig áfram í úrslit um Slóvakíska meistartitilinn.