Nitra tók á móti Slavia í efri hluta deildarkeppninnar í Slóvakíu. Fyrsta hrinan var gríðarlega jöfn þar til Slavia gaf í og byggði sér fjögra stiga forskot 10-14 sem þjálfari Nitra var ekki nógu sáttur með þar sem hann tók leikhlé til að endurstilla heimaliðið. Nitra unnu upp forskotið og jöfnuðu hrinuna í stöðunni 17-17. Slavia náði yfirhöndinni á lokasprettinum og leiddu 20-22 þegar Nitra tóku sitt annað leikhlé. Slavia héldu einbeittar út hrinuna sem þær kláruðu með ás 21-25.
Slavia byrjaði aðra hrinuna af krafti og leiddu snemma 2-6. Heimakonur unnu sig aftur inn í hrinuna og jöfnuðu í stöðunni 9-9. Slavia gáfu þá í og náðu aftur yfirhöndinni í stöðunni 9-13. Slavia hélt áfram að leiða 16-19 þegar Nitra tóku leikhlé. Þrátt fyrir mikla báráttu hjá Nitra náðu þær ekki að jafna hrinuna sem Slavia kláraði 22-25.
Aftur var það Slavia sem byrjaði betur og leiddi 9-13 þegar Nitra tóku sitt fyrsta leikhlé. Nitra gerðu sér þá lítið fyrir og jöfnuðu hrinuna í stöðunni 14-14. Slavia gáfu þá aftur í og náðu að byggja upp þriggja stiga forustu 16-19. Nitra jafnaði aftur hrinuna í stöðunni 21-21. Slavia var yfir 23-24 þegar Matthildur kom inn á í uppgjöf í fyrsta skipti eftir mánaðar pásu vegna meiðsla, þær unnu svo hrinuna 23-25 og þar með leikinn 0-3.