Trnava tók á móti Matthildi og liðsfélugum hennar í Slavia í gær í Úrvalsdeildinni í Slóvakíu. Fyrsta hrinan var jöfn en Slavia leiddi þó með tvemur stigum í stöðunni 15-13. Trnava jafnaði aftur hinuna í 16-16. Hrinan var áfram jöfn allt up í 23-23 þegar Slavia sótti næstu tvö stig og tóku þar með fyrstu hrinuna 25-23.
Áfram hélt leikurinn að vera spennandi og var jafnt í annari hrinu 13-13. Trnava náði þá yfirhöndinni og leiddi restina af hrinuni sem endaði 25-22 fyrir Trnava
Slavia náði snemma yfirhöndinni í þriðju hrinu og leiddu 18-12. Trnava ógnaði aldrei Slavia sem kláraði þriðju hrinuna öruggt 25-15.
Jafnt var í fjórðu hrinu 13-13 þegar Slavia setti í næsta gír og leiddi snögglega 22-16. Trnava náði ekki að vinna upp það forskot og kláraði Slavia fjórðu hrinuna 25-22.
Eftir leikinn situr Slavia en á toppnum með 33 stig á meðan Tranava er í því stjötta með 16 stig.