Pezinok tók á móti Matthildi og liðsfélögum hennar í Slavia í síðast liðinn laugardag í Úrvalsdeildinni í Slóvakíu og byrjuðu gestirnir svo sannarlega af krafti þar sem þær komust í frábæra stöðu snemma leiks 11-1. Matthildur dreyfði spilinu gríðalega vel og áttu heimakonur í Pezinok fá svör við góðu spili gestana sem kláruðu fyrstu hrinuna öruggt með sterku hávarnar stigi 25-11.
Slavia komu jafn einbeittar inn í aðra hrinu og náðu fljótt góðum tökum á henni. Þær leiddu sannfærandi þegar komið var í hálfa hrinu 16-8. Gestirnir héldu áfram að pressa uppgjafir og náði Pezinok sér aldrei af stað í hrinunni sem Slavia kláraði líkt og sú fyrsta 25-11 en þá með stigi beint úr uppgjöf.
Þriðja hrinan var jöfn framan af þangað til Slavia náði loks að slíta sig frá Pezinok í stöðunni 12-9 þegar heimakonur tóku leikhlé. Þrátt fyrir góða spretti hjá Pezinok náðu þær aldrei að ógna Slavia sem kláraði þriðju hrinuna stekt 25-15 og þar með leikinn 3-0.
Næsti leikur hjá Matthildi er 2. Nóvember gegn Komarno og er hægt að horfa á leikinn hér.