Matthildur Einarsdóttir og liðsfélagar hennar í Slavia tóku á móti Presov í Slóvakísku úrvalsdeildinni í dag. Heimakonur byrjuðu af krafti þar sem þær náðu sex fyrstu stigum hrinunar og leiddu 6-0 þegar Presov fór að vinna upp forskotið hægt og rólega. Gestirnir náðu að loks að jafna hrinuna í 11-11 og var hrinan jöfn allt þar til í stöðunni 19-19 þegar Slavia setti í næsta gír. Heimakonur skelltu gjörsamlega í lás og sóttu sex seinustu stig hrinunar og kláruðu hana því 25-19.
Slavia náði snemma yfirhöndinni í annarri hrinu og leiddu 9-6 þegar Presov tók leikhlé. Heimakonur gáfu þá verulega í sinn leik og hleyptu þær Presov aldrei inni í hrinuna sem endaði 25-9 fyrir Slavia.
Heimakonur byrjuðu þriðju hrinuna einnig vel og náðu snemma góðri stöðu þegar staðan var 7-2. Slavia hélt áfram að leiða í stöðunni 17-9. Heimakonur héldu sterkar út hrinuna þrátt fyrir nokkra spretti frá gestunum. Hrinan endaði 25-14 fyrir Slavia sem vann því leikinn 3-0.
Næsti leikur hjá Matthildi Einarsdóttur er 24. Október þar sem Slavia keppir við UNIZA Zilina í áttaliða úrslitum í Slóvakísku bikarkeppninni.
Bikarkeppnin í Slóvakíu er aðeins öðruvísi sett upp en á Íslandi en í 8 liða úrslitum eru spilaðir tveir leikir, ef það er 1-1 í leikjum er þá spiluð gullhrina upp í 15 stig.