Á laugardaginn var fékk Gentofte Holte í heimsókn. Þetta var fyrsti leikur ársins hjá báðum liðum og má segja að bæði lið hafi verið að finna taktinn aftur eftir jólafrí. Gentofte er búið að bæta við sig leikmanni sem heitir Clara Windeleff, hún er mikill blakari en hefur seinustu ár verið að spila strandblak en hefur nú ákveðið að taka skónna fram aftur og fara aftur í inniblak. Gentofte eru því orðnar vel mannaðar og mátti því búast við spennandi leik.
Ekki er mikið hægt að skrifa frá leiknum þar sem að upptakan af leiknum finnst ekki. Leikurinn var þó æsispennandi og endaði á því að fara í 5. hrinur. Það má segja að bæði lið hafi sýnt fullt af góðum töktum og spilað gott blak en voru þó einnig mjög sveiflukennd. Holte endaði á því að hafa betur og tóku 5. hrinuna og sigruðu þar með leikinn 2-3 eftir langan leik.
Næsti leikur Gentofte er næstkomandi sunnudag þar sem að þær halda til Odense og keppa á móti DHV. Holte á næsta leik sunnudaginn 21. janúar þar sem að þær munu fara í heimsókn til Ikast.