Fréttir - Innlendar fréttir

Þróttur Fjarðabyggð tók á móti KA

KA sótti Þrótt Fjarðabyggð heim í Neskaupstað í gær í Unbrokendeild kvenna. Gestirnir í KA komu gríðalega einbeittar til leiks og náðu fljótt yfirhöndinni í stöðuni 12-5. Þróttur kom sér þó af stað þegar dregið var aðeins inn í hrinuna og spiluðu flottan varnaleik og áttu nokkur góð stig en KA hleypti þeim aldrei almennilega inn í leikinn og kláruðu þær hrinuna sterkt 25-17.

Aftur náði KA góðum tökum á leiknum og komu sér í fína stöðu 13-6 þegar leikmaður KA Arnrún Eik Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í smassi og varð að fara útaf. KA konur létu það ekki á sig fá og héldu ótrauðar áfram og kláruðu hrinuna sannfærandi 25-15.

Þriðja hrina var mjög jöfn og skiptust liðin á að leiða. Staðan stóð jöfn í 11-11 þegar KA konur gáfu í og komu sér í fimm stiga forustu þegar staðan var 18-13. Þróttur átti nokkur góð stig en náðu ekki að vinna upp forskotið og endaði KA á að vinna hrinuna 25-18 og þar með leikinn 3-0.

Stigahæst í liði Þrótt Fjarðabyggðar var Heiðbrá Björgvinsdóttir með 11. Stig.

Stigahæst í liði KA var Helena Kristín Gunnarsdóttir með 19. stig.