Fréttir - Innlendar fréttir

Þróttur Reykavík með 3-0 sigur



Hamar tók á móti Þrótti Reykjavík þann 12 mars í fyrsta leik eftir bikarúrslitaleikinn, þar sem Þróttur átti smá erfiðan leik og tapaði 3-0 gegn KA síðustu helgi. Þróttarar mættu þó sterkir til leiks gegn Hamarsmönnum, sem hafa átt í erfiðleikum í síðustu leikjum.

Leikurinn byrjaði betur hjá Þrótti, sem komust í 5-14 á meðan miðjumaðurinn Alexander Stefánsson var með góða uppgjafapressu. Það var samskiptaleysi hjá Hamarsmönnum sem Þróttarar nýttu sér og pressuðu á þá með öflugum blokkum og vörnum. Þróttarar voru með yfirburði alla hrinuna en í lokin var einnig smá samskiptaleysi hjá þeim og pínu æsingur milli leikmanna en þá tók Mateusz þjálfari og leikmaður Þróttar leikhlé til þess að róa alla niður og unnu þeir hrinuna 19-25.

Önnur hrina byrjaði jafnt en bæði lið voru með flott miðjuspil. Staðan var jöfn í 9-9 þegar Mateusz fór í uppgjöf fyrir Þrótt og með einum ás og sterkri uppgjafapressu kom þeim í 9-14, þegar Hamar fékk sko loks stig fór Tomek í uppgjöf og var hans tími kominn til að hefna og skoraði hann 2 ása, en klúðraði svo næstu. Mikið var af flottum skorpum í enda hrinunnar en jafnt var í 18-18 þegar Þróttur fór fram úr og vann hrinuna 18-25.

Í þriðju hrinu gerðu Hamarsmenn breytingar á byrjunarliðinu og Rafal Berwald byrjaði á kantinum í stað Valgeirs Valgeirssonar og Sigurður Kári kom inn í uppspilið í stað Olaf Maksymilian. Veisla var upp við netið og var mikið af blokkum báðu megin. Hamar var yfir 15-13 en það tóku svo við mikið af mistökum hjá þeim og nýttu Þróttaramenn sér það og komust í 14-19. Þróttur vann síðustu hrinuna 26-24 og þar með leikinn 3-0.

Hamarsmenn hafa átt erfitt á síðustu leikum, en ef þeir vilja halda Íslandsmeistaratitlinum í Hveragerði þurfa þeir að bæta sig og slípa saman liðið til að ná betra samspili.

Ekki er vitað stigaskorið úr leiknum