Þróttur Reykjavík fékk Álftanes í heimsókn í gær í Unbrokendeild kvenna.
Það voru stelpurnar hjá Þróttir sem byrjuðu betur og voru yfir 14-8 þegar um miðja hrinu var komið. Álftanes gaf þá í og náði að minnka munin í 15-13 en heimakonur voru ekki lengi að breikka bilið aftur og unnu hrinun 25-20.
Önnur hrina var jafnari en sú fyrsta og voru liðin að skiptast á stigum. Það var spennandi endir á hrinunni og var jafnt í 22-22, Álftanes komst svo yfir 23-24 en heimakonur gáfust ekki upp og fengu næstu 3 stig og unnu hrinun 26-24.
Álftanes voru ekki tilbúnar að fara heim strax og byrjuðu vel í 3 hrinu, þær voru yfir 6-16 þegar um miðja hrinu var komið. Þróttur átti lítið inni og unnu Álftanes 12-25.
Þróttarakonur hrukku aftur til leiks í 4 hrinu og var hrinan mikið meira spennandi en sú 3 hrina. Jafnt var fram að miðja hrina þegar Þróttarakonur gáfu í og komust yfir 21-15. Þær unnu svo hrinuna 25-18 og þar með leikinn 3-1.
Ekki er vitað stigaskorið úr leiknum.