Fréttir - Innlendar fréttir

Þróttur Reykjavík með sigur í fyrsta leik í úrslitakeppni Unbrokendeildarinnar

Fyrir leik Þróttar og Hamars í úrslitakeppni Unbrokendeild karla fór fram seinasta miðvikudag og voru veittar viðurkenningar fyrir leikmenn ársins. Uppspilari Þróttar, Mateusz Rucinski, var stigahæsti leikmaður tímabilsins í uppgjöf og var Alexander Stefánsson valinn í lið ársins sem miðja.

Leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni og byrjaði Þróttur með miklum krafti. Mateusz Rucinski hóf leikinn í uppgjöf og skoraði strax þrjú stig beint úr uppgjöf. Hamar tók leikhlé í stöðunni 5-0 og eftir leikhlé náði Ragnar hjá Hamri góðri móttöku og Tomek skoraði úr afturlínu og náðu þeir að losa stöðuna. Þrátt fyrir það hélt forskot Þróttar áfram og leiddu þeir 15-6 þegar leið á hrinuna. Hamar náði þremur stigum í röð og minnkaði muninn í 18-11, en Þróttarar tóku þá leikhlé til að ná aftur stjórn. Það virkaði vel og vann Þróttur fyrstu hrinuna 25-19.

Önnur hrina hófst á svipaðan hátt, þar sem Mateusz Rucinski skoraði ás strax í upphafi, en hinsvegar næstu. Hrinan var jafnari til að byrja með, en Rucinski stal senunni þegar hann átti glæsilega einnar manna blokk í stöðunni 5-5. Þróttarar náðu forskoti þegar leið á hrinuna og leiddu 17-13 þegar Hamar tók leikhlé. Í kjölfarið áttu Þróttarar einstaklega fallega sókn þar sem Mateusz uppspilari þóttist ætla að smassa, en hoppuðu tvær menn í blokk á hann og skaut hann þá boltanum í 4 þar sem Mateus Klóska var með enga blokk og smassaði beint í gólf. Hamar átti ekki svar við góðum leik Þróttar sem vann hrinuna 25-17.

Þriðja hrinan hófst ekki eins og hinar tvær, því Þróttarar gerðu þrjú mistök í röð og lentu 0-4 undir. Hamar hélt forskotinu þar til liðin jöfnuðust í 7-7 og skiptust liðin á stigum upp í 17-17. Þá kom góður kafli hjá Þrótti sem skoraði fjögur stig í röð og tryggði sér loks sigur í hrinunni 25-20 – og þar með 3-0 sigur í leiknum.

Þróttur leiðir því einvígið 1-0 en vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í úrslitum. Næsti leikur fer fram á sunnudaginn 6. apríl í Hveragerði og getur Þróttur með sigri þar tryggt sig áfram í úrslitakeppnina en Hamarsmenn þurfa sigur til þess að knýja fram oddaleik.

Stigahæstur hjá þrótti var Mateusz Klóska með 13 stig og stigahæstur hja Hamri var Tomek Leik með 17 stig