Tvö efstu liðinn í Slóvakísku úrvalsdeildinni mættust í gær þar sem Slavia sótti VKP Bratislava heim. Gestirnir byrjuðu betur og leiddu þegar komið var í hálfa hrinu 15-9. VKP náðu aldrei að vinna það forskot upp sem Slavia náði að byggja og unnu fyrstu hrinuna 25-19.
Slavia byrjaði aðra hrinuna betur og leiddu framan af en VKP gáfu ekkert eftir og unnu sig hægt aftur inni hrinuna og jöfnuðu svo loks í 13-13. Allt gékk upp hjá heimakonum sem komu sér í góða stöðu 21-17 þegar Slavia tók leikhlé. Það gerði gæfu muninn því Slavia komu gríðalega einbeittar aftur til leiks og jöfnuðu 23-23. Slavia tók svo næstu tvö stig og unnu þar með aðra hrinuna 25-23.
Þriðja hrinan var spennandi og skiptust liðinn á að halda forustu. VKP byrjuðu betur og leiddu 11-7 en þá snéri Slavia vörn í sókn og unnu sig aftur inn í leikinn þar til þær jöfnuðu og komust svo tveimur stigum yfir í stöðuni 16-14. VKP héldu þó sterkar áfram og jöfnuðu aftur leikinn í stöðunni 21-21. Við tók spennandi lokasprettur sem endaði með blokkarstigi hjá Slavia sem unnu þá hrinuna 25-23 og þar með leikinn 3-0.
Slavia trónir þá á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Næsti leikur hjá Matthildi er 16. Nóvember gegn Brusno og er hægt að horfa á leikinn hér. https://svf-web.dataproject.com