HK fékk bæði kvenna og karla lið KA í heimsókn í Digranesið í dag. Í tilefni 50 ára afmæli Blakdeildar HK bauð HK frítt inn á leikinn og afmælisköku og ís á milli leikjanna.
Unborkendeild Karla
KA byrjaði fyrstu hrinu af krafti og hélt forystunni meira og minna allan tímann og sigraði hana örugglega 19-25. Önnur hrina byrjaði betur fyrir HK menn og héldu þeir forystunni alveg þar til í lokin náðu KA að jafna í 23-23. Massimo Pistoia, þjálfari HK, tók þá leikhlé en KA komust svo í 23-24 og ákvað Massimo þá að taka annað leikhlé en það dugði ekki til og KA vann hrinuna 23-25 og komnir í 0-2. Þriðja hrina var mjög lík fyrstu hrinu, KA hafði yfirhöndina allan tímann og vann 21-25 og því leikinn 0-3.
Stigahæstur í liði HK var Hermann Hlynsson með 10 stig og í liði KA var það Miguel Mateo Castrillo með 13 stig.
HK tekur á móti Vestra á morgun í Digranesi kl 15:00 og KA fer í Varmá þar sem þeir mæta Aftureldingu kl 13:30.
Unbrokendeild kvenna
Í fyrstu hrinu byrjuðu KA konur vel og héldu forystu meiri hluta hrinunnar og sigruðu hana 20-25. HK komu mun sterkari í aðra hrinu og var hún mjög jöfn allan tíman. KA hafði þó betur í lokin og vann hrinuna 22-25 og því komnar með 0-2 forystu. HK byrjuðu mun betur í þriðju hrinu og komust í 12-8 forystu. KA konur voru þó fljótar að svara og komust í 15-16. Liðin skiptust á að fá stig eftir það þangað til KA gáfu í og unnu hrinuna 20-25 og þar með leikinn.
Stigahæst í liði HK var Líney Inga Guðmundsdóttir með 13 stig og í liði KA var það Julia Bonet Carreras með 17 stig.
HK á næsta leik á móti Álftanesi 30. október en KA mætir Aftureldingu á morgun eftir leik karlanna kl 15:45.