Landsliðið

U17 landsliðin héldu til Danmerkur

This image has an empty alt attribute; its file name is 311862946_136572812455072_1742775645072817690_n-1-1024x683.jpg

Bæði kvenna og karla U17 landslið Íslands héldu til Ikast í morgun til að taka þátt á Norðurlanda móti (Nevza). Keppnisdagarnir eru þrír og byrjar keppnin á morgun 14. Október.

Strákarnir eru í riðli með tveimur Danmörku liðum og Finnlandi. Þeir keppa fyrsta leikinn sinn kl 14:00 á Dönskum tíma á móti Danmörku og eiga þeir svo annan leik þann sama dag kl 19:00 á móti Finnlandi.

Stelpurnar eru í riðli með Noregi, Finnlandi og Danmörku. Þær keppa fyrsta leikinn sinn kl 9:00 á móti Noregi og svo eiga þær annan leik sama dag en það kemur í ljós klukkan hvað hann er á morgun.

Bæði lið eru dugleg að sýna frá á Instagram og er hægt að fylgjast með stelpunum á u_landslidin_i_blaki og strákunum á blakulandslidkk. Það er hægt að fylgjast með fréttum frá mótinu hér https://fb.me/e/5C3gBUUws. Óskum öllum krökkunum góðs gengis.

Einnig er hægt að fylgjast með leikjum mótsins inn á Danskvolleytv. dk og kostar það aðeins 1000 kr til þess að fá aðgang að öllum leikjum mótsins.

Við hvetjum alla til þess að fylgjast með ungu og efnilegu landsliðsfólki íslands!

Áfram Ísland!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *