Afturelding tók á móti Vestra í Unbrokendeild karla í gær. Það voru Mosfellingar sem byrjuðu betur og leiddu 15-8 í fyrstu hrinu. Vestri náði sér aldrei á strik í hrinunni sem Afturelding kláraði örugglega 25-15.
Afturelding komu gríðarlega einbeittir inn í aðra hrinu og skoruðu fyrstu sex stigin. Heimamenn héldu sterkir áfram og leiddu 17-9. Vestri voru þó langt frá því að gefast upp og unnu sig hægt og rólega aftur inn í hrinuna. Vestri jafnaði loks hrinuna í stöðunni 21-21 og kláruðu svo hrinuna með tveggja stiga mun 23-25.
Vestri leiddi 0-6 í þriðju hrinu líkt og Afturelding gerði í annarri. Afturelding kom sér þó af stað og jöfnuðu hrinuna í stöðunni 15-15. Vestri gáfu þá aftur í og kláruðu þriðju hrinuna 22-25.
Bæði liðin komu ákveðinn inn í fjórðu hrinu og stóðu leikar jafnir í stöðunni 13-13. Vestri gáfu þá í og leiddu restina af hrinunni sem þeir kláruðu 22-25. Og unnu leikinn 1-3.
Eftir leikinn er Vestri í fjórða sæti með 29 stig á meðan Afturelding situr í því fimmta með 28 stig.