Innlendar fréttir

Vestri snéru leiknum við

Föstudaginn 12. október tóku Afturelding á móti Vestra í Varmá.

Aftureldingar menn komu sterkir inn í leikinn og voru fljótir að koma sér í 11-5 forystu. Í stöðunni 15-9 fyrir Aftureldingu settu heimamenn gjörsamlega í lás og tóku 10 stig í röð og lokuðu hrinunni 25-9.

Vestra menn tóku sig heldur betur saman og komu mun sterkari inn í aðra hrinu. Hrinan byrjaði jöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora. Í stöðunni 16-16 gáfu Vestri í og komu sér í 16-21 forystu. Vestri lokuðu síðan hrinunni 21-25 og jöfnuðu þar með leikinn í 1-1.

Vestri komu gíraðir inn í þriðju hrinu og leiddu 2-6. Vestri voru heldur betur í stuði og leit út fyrir það að heimamenn voru ekki að finna taktinn í leiknum. Vestri leiddu hrinuna 10-21. Afturelding voru í vandræðum með gestina og sigruðu Vestri þriðju hrinu sannfærandi 14-25.

Afturelding komu inn í fjórðu hrinu með hausinn skrúaðan betur á og byrjaði hrinan jöfn. Hrinan var æsispennandi og hníf jöfn og skoruðu liðin til skiptis alla hrinuna. Afturelding áttu möguleikann á því að loka hrinunni í stöðunni 24-22 en Vestri voru ekki tilbúnir að fara í oddahrinu og jöfnuðu heimamenn í 24-24. Eftir spennandi hrinu lokuðu Vestri hrinunni 25-27 og sigruðu þar með leikinn 1-3.

Ekki var hægt að sjá hver var stigahæstur úr liðunum eftir leikinn en munum við bæta því inn þegar gögn koma inn.

Næsti leikur Aftureldingar er laugardaginn 19. október þar sem að þeir munu fá Þrótt Reykjavík í heimsókn. Vestri eiga einnig næsta leik laugardaginn 19. október á heimavelli þar sem að þeir taka á móti Þrótti Nes.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *