Innlendar fréttir

Vestri vinnur 3-1 á heimavelli

Vestri fengu Stálúlf í heimsókn um helgina í úrvalsdeild karla í blaki. Heimamenn byrjuðu vel og unnu fyrstu hrinuna örugglega 25-18.

Næsta hrina var aðeins meira spennandi og voru liðin jöfn nær alla hrinuna en á endanum stigu heimamenn frammúr og unnu 25-20.

Í þriðju hrinu héldu liðin áfram að skiptast á stigum en náðu svo gestirnir á endanum að knýja fram fjórðu hrinu í upphækkun og endaði hrinan 26-28. Heimamenn höfðu þó betur í fjórðu hrinu og unnu hana 25-21 og þar með leikinn 3-1.

Tveir af öflugustu leikmönnum Vestra komu ekkert við sögu í leiknum. Því var skemmtilegt að sjá unga og efnilega leikmenn spreyta sig á vellinum og greinilegt að framtíðin er björt hjá þeim.

Stigahæsti leikmaður Vestra var Sverrir Bjarki með 16 stig, þess má geta að Sverrir spilar vanalega sem frelsingi. Næstur honum í stigum var Pétur Örn var með 10 stig.

Stighæstu leikmenn Stálúlfs voru Damian Moszyk með 11 stig og Robert Jakubowski með 8 stig.