Innlendar fréttir

Mikill hiti á Akureyri um helgina

Mikið fjör var í KA heimilinu um helgina þegar að Akureyringar tóku á móti Þrótti Fjarðabyggð. Fyrst voru það karlarnir sem tóku af skarið og var mikill hiti strax í upphafileiks og skiptust liðin á að leiða fyrstu hrinu. KA komst í stöðuna 24-21 en Þróttur gafst ekki upp og náðu að knýja framm upphækkun sem endaði 25-27 þeim í vil.

Bæði lið komu með sama kraft inn í aðra hrinu og spilaðist hún álíka fyrstu hrinu, þar sem liðin skiptust á að leiða. KA menn ætluðu sér ekki að lenda 2-0 undir og sigruðu í upphækkun 26-24.

Þróttarar komu sterkir inn í þriðju hrinu og voru með yfirhöndina nær allan tíman, þeir voru stöðugir út alla hrinuna og skilaði það þeim sigri að lokum í þeirri hrinu sem endaði 25-19.

Heimamenn voru því komnir með bakið upp við vegg og þurftu þeir sigur ef þeir ætluðu sér stig úr leiknum. Spennustigið var hátt og mikill hiti sem myndaðist í fjórðu hrinu, það var meðal annars gefið gult og rautt spjald fyrir óíþróttamannslegahegðun og hefðu þau geta verið fleiri á báða boga. KA hafði þó betur í hrinunni og voru lokatölur hennar 25-19 og var því staðan orðin 2-2 í hrinum.

Þá var komið að fimmtu og síðustu hrinu leiksins og var ljóst að hvorugt liðið var tilbúið að kasta frá sér sigrinum. Hrinan var æsispennandi og í byrjun hrinunar var ekki ljóst hver færi með sigur úr bítum. En þegar liðin skiptu um vallarhelming var staðan 8-5 KA í vil og voru þeir síðan með yfirhöndina restina af hrinunni, Þróttara reyndu þó að saxa á forskotið en það dugði ekki til og voru lokatölur oddahrinu 15-12. Endaði því leikurinn 3-2 KA í vil.

Mateo var virkilega afkastamikill í liði heimamanna með heil 37 stig en í liði gestanna átti leikmaður númer 7 ,Raul Garcia, einstaklega góðan leik og skoraði 25 stig.

Eftir hörkuleik hjá körlunum var komið að kvennaliðinum að taka við. Heimakonur settu tóninn strax í fyrstu stigunum og komust fljótt í stöðuna 7-2 þegar þjálfari Þróttar ákveður að taka leikhlé. Það hægði því miður ekki mikið á heimakonum og vannst hrinan 25-10.

Önnur hrina byrjaði með svipuðum hætti þar sem heimakonur voru með yfirhöndina. Alla jafna í hrinunni var um 8 stiga munur á liðunum en gestirnir náðu þó aðeins að saxa á forskotið, það dugði þó ekki til og vann KA 25-20.

Í þriðju hrinu komu Þróttara konur ákvaðnar til leiks og byrjuðu vel með því að leiða hrinuna, heimakonur stigu síðan framúr um miðja hrinu og unnu hana 25-19 og þar með leikinn 3-0.

Stigahæst í liði KA var Julia Bonet með 14 stig og í liði gestana var það Lucia Martin með 8 stig.