Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Sigur í fyrsta heimaleik Jónu Margrétar

Spænska superliga 2 hófst núna um helgina og tóku Jóna og félagar hennar í Sant Joan á móti spænska liðinu Mairena voley club. Sant Joan byrjaði heldur betur vel og var Jóna í uppgjöf þar til staðan var 7-0. Þetta setti tóninn fyrir leikinn og áttu Mairena í erfiðleikum að saxa á það forskot sem var búið að myndast og endaði fyrsta hrina 25-16.

Önnur hrina lýsti sér mjög svipað og sú fyrsta, en Sant Joan náði fljótt forskoti og héldu því út hrinuna. Mairena náði þó að saxa vel á forskotið og náði að komast í 23-21 en Sant Joan náði þó að klára hrinuna og endaði hún 25-21.

Þriðja hrina var strax mun meira spennandi en fyrstu tvær en Mairena tóku aðeins við sér og sýndu mun betra blak og voru liðin jöfn nær alla hrinuna. Sant Joan alltaf einu skrefi á undan í byrjun hrinunar en um miðja hrinu náði Mairena að jafna í 16-16 og tóku forystuna og komust í 18-20. þá tók Sant Joan við sér og skoruðu 7 stig í röð og unnu hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-0.

Jóna Margrét og liðsfélagar hennar eiga næsta heimaleik 22. Október sem hægt er að sjá hér https://www.youtube.com/live/YzxpNutd2SM?si=anKpC_yAbqM75Tjz