Erlendar fréttir - Fréttir - Okkar fólk úti

Odense Volleyball vann öruggt í kvöld

Grannslagur í dönsku deildinni í kvöld þegar Odense Volley tók á móti DHV Odense. Fyrir þá sem ekki vita spila Galdur Máni Davíðsson, Þórarinn Örn Jónsson og Ævarr Freyr Birgisson í Odense Volleyball.

Fyrsta hrina var jöfn fram að 11-11 en þá áttu Odense volleyball góða syrpu og náðu miklu forskoti 20-13 og unnu hrinuna 25-17.

Odense Volleyball byrjuðu aðra hrinu af sama krafti og þeir enduðu þá fyrstu og komust í 12-5. Þeir héldu forystunni alla hrinuna og enduðu hrinuna 25-15.

Þriðja hrina var nokkuð jöfn framan af en Odense volleyball juku forskotið smám saman og kláruðu hrinuna örugglega 25-14 og unnu þar með leikinn 3-0.

Þórarinn Örn og Ævarr Freyr spilaðu báðir megnið af leiknum. Ævarr Freyr var með 11 stig og frábæra móttöku í leiknum (90% positive og 60% excellent), Þórarinn var með 13% positive og 7% excellent móttöku. Galdur Máni er enn frá vegna meiðsla.

Odense Volleyball situr í efsta sæti í deildinni með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er 21. október á móti ASV Elite.