Fréttir - Innlendar fréttir

Völsungur með öruggan sigur

Álftanes tók á móti Völsungi í úrvalsdeildinni í gær. Fyrsta hrina var mjög jöfn þar til í miðri hrinu þegar gestirnir frá Húsavík skáru sig frá heimakonum og endaði hrinan 25-19 fyrir Völsung.

Völsungur hélt áfram að pressa uppgjafir og leiddu þær alla aðra hrinuna en Álftanes konur gáfust þó ekki upp og héldu í við þær en gestirnir héldu út forskotinu alla hrinuna sem endaði 25-20.

Þriðja hrinan var gríðalega jöfn allan tíman og skiptust liðin á stigum þar til staðan var 23-23 en þá náði Völsungur að skora tvö stig í röð og unnu þá hrinuna 25-23 og þar með leikinn 3-0.

Með sigrinum situr Völsungur í fjórða sæti aðeins einu stigi eftir liði HK á meðan Álftanes hefur ekki enn komist á rétt skrið og sitja þær í sjöunda sæti.

Ekki er vitað stigaskor úr leiknum