Uncategorised

Völsungs konur með sannfærandi sigur

Völsungur tóku á móti Þrótti Fjarðabyggð þann 13. nóvember.

Völsungur komu sterkar til leiks og voru komnar 10 – 2 yfir í byrjun leiks. Þróttur Fjarðabyggð gáfu í og hægt og rólega náðu að komast í 17 – 15. Völsungur spilaði góðan leik og tóku gott forskot aftur sem þær héldu út hrinuna og unnu hana 25 – 19.

Völsungur voru komnar yfir 6 – 3 í byrjun annari hrinu en náði Þróttur Fjarðabyggð að jafna í 7 – 7. Völsungur tóku 5 stig í röð sem hleypti þeim 12 – 7 yfir, bæði lið skiptust á að fá stig þanga til Þróttur Fjarðabyggð tók 4 stig í röð og var staðan því orðin 17 – 15. Völsungur voru sterkari í lok hrinunnar og náðu að sigra 25 – 19.

Völsungur komu með krafti inn í þriðju hrinu og voru komnar yfir 6 – 0 sem setti þær í mjög góða stöðu. Þróttur Fjarðabyggð reyndu að halda í en dugði það ekki til og náði Völsungur að halda sama spili út hrinuna og unnu 25 – 14 og því með leikinn 3 – 0.

Næsti heimaleikur hjá Völsungs konum er 24. nóvember kl 15:15 á móti Þrótti Reykjavík.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *