Innlendar fréttir

Mikið um að vera á Ísafirði um helgina

Afturelding sótti Vestra heim í Unbrokendeild karla í blaki um helgina. Það var vægast sagt mikið sem gekk á í leiknum. Fyrsta hrina byrjaði mjög spennandi þar sem liðin skiptust á stigum alveg þar til staðan var 16-16. Þá byrja Vestramenn að skríða framúr og vinna síðan hrinuna í framhaldi af því 25-20.

Í annarri hrinu náðu Aftureldingarmenn tökum á hrinunni og voru alltaf skrefi á undan Vestramönnum. Um miðja hrinu voru þeir komnir í 9 stiga forystu, 6-15. Þeir héldu þessarri forystu út alla hrinuna og unnu hana 12-25.

Í þriðju hrinu voru liðin mjög jöfn líkt og í fyrstu hrinu og var aldrei meira en tvö stig sem skildu að liðin. Í stöðunni 16-17 fyrir Aftureldingu meiðist Sigþór illa á hnéi og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði. Leikurinn hélt þó áfram og héldu Aftureldingarmenn áfram að vera yfir og unnu síðan hrinuna 20-25.

Í fjórðu hrinu þurfti Afturelding að gera aðra breytingu á liði sínu þar sem Mason meiddist í baki. Vestramenn náðu fljótt góðum tökum á hrinunni og ná upp ágætu forskoti sem þeir ná að halda út hrinuna. Vestramenn tóku hrinuna 25-17 og þar af leiðandi þufti að spila oddahrinu.

Í fimmtu og síðustu hrinu náðu Vestramenn strax upp 3. stiga forystu í stöðunni 4-1 en Aftureldingarmenn voru hinsvegar fljótir að svara og jöfnuðu í stöðunni 5-5. Eftir þetta náðu samt Vestramenn að halda 1-2. stiga forystu mest alla hrinuna. Aftureldingarmenn voru þó hvergi nærri hættir og svöruðu heldur betur fyrir sig og náðu að knýja fram upphækkun og komust yfir 15-16. En Vestramenn voru staðráðnir í því að vinna og kláruðu hrinuna 18-16 og unnu þar með leikinn 3-2.

Ekki er vitað stigaskor leikmanna í leiknum en fréttin verður uppfærð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *