Fréttir - Innlendar fréttir

Hart barist í 8 liðaúrslitum fyrir austan

Þróttur Fjarðarbyggð tók á móti HK í 8 liðaúrslitum í Kjörísbikar kvenna. Fyrsta hrina var gríðalega jöfn þar sem bæði lið skiptust á að skora og stóðu leikar jafnir í 14-14. Gestirnir gáfu þá verulega í og komu sér í góða sex stiga forustu þegar Þróttur tók leikhlé í stöðunni 20-14. Heimakonur náðu sér aldrei almennilega á strik og tók HK fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 25-16.

Önnur hrina var öll í járnum til að byrja með og var jafnt á leikum 10-10 en líkt og í fyrstu hrinu þá gáfu HK konur í og komu sér í fimm stiga forustu 16-11. Þróttur hélt áfram að berjast fyrir hverju stigi en náðu þó aldrei að vinna upp forskotið og tók HK aðra hrinuna 25-17

Þriðja hrina var heldur kaflaskipt. HK byrjaði betur með sterkri uppgjafapressu og tóku heimakonur leikhlé þegar staðan var 5-0. Eftir leikhléið snéri Þróttur vörn í sókn og jafnaði hrinuna í stöðunni 14-14. Þróttur hélt áframn að pressa á HK þar til þær tóku leikhlé í stöðuni 17-15 fyrir heimakonum. HK náði að jafna leikinn aftur í 17-17 en þá gáfu Þróttarar vel í og tóku stjórnina á loka sprettinum í hrinuni sem endaði 25-19 og því stóðu leikar 2-1 í hrinum.

Fjórða hrina var mjög jöfn og sýndu bæði lið frábæra takta í bæði vörn og sókn. Þróttur leiddi þó með tvemur stigum í stöðunni 16-14 þegar HK konur tóku leikhlé. Gestirnir héldu áfram að pressa á heimakonur og náðu að jafna leikinn með ás í stöðunni 19-19. HK bætti gríðalega í sóknarleikinn og hélt pressuni allan tíman. Þróttur hélt áfram að berjast fyrir hverju stigi og var endaspretturinn mjög spennandi. HK kláraði þó hrinuna 25-22 og er því komið áfram í 4. Liðaúrslit í Kjörísbikarnum.

Stigahæstar í liði Þróttar voru Lucia Martin Varrasco með 14. Stig og María Jimenez Gallego með 10 stig.

Stigahæstar í liði HK voru Heba Sól Stefánsdóttir með 16. Stig og Líney Inga Guðmundsdóttir með 14. Stig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *