Erlendar fréttir - Fréttir - Okkar fólk úti

DVTK sótti KNRC í Ungversku úrvalsdeildinni

Matthildur Einarsdóttir og lið hennar DVTK fengu góðan liðstyrk á dögunum þegar Helena Einarsdóttir skrifaði undir hjá félaginu seint í Janúar. DVTK sótti KNRC í Ungversku úrvalsdeildinni og fór leikurinn af stað með látum þar sem heimakonur komu gríðalega einbeittar til leiks og náðu snemma góðu forskoti í stöðuni 11-3. DVTK átti erfitt með að koma sér armennilega í gang en blokk og ás hjá Matthildi Einarsdóttur hjálpaði gríðalega en var það of seint og tóku heimakonur fyrstu hrinuna 25-12.

Önnur hrina var mjög jöfn og var flugelda sýning upp við netið hjá báðum liðum. Helena kom inn á í uppgjöf þegar staðan var 13-10 fyrir KNRC. Matthildur dreifði spilinu mjög vel og var einnig mikil ógn upp við netið þar sem laumur hennar enduðu yfirleitt beint í gólfinu. KNRC tók leikhlé þegar þær leiddu með tveimur stigum í stöðunni 19-17. Þrátt fyrir mikla baráttu náðu gestirnir ekki að jafna leikinn og tók KNRC aðra hrinuna 25-19.

Þriðja hrina var fjörug og var barist fyrir hverju einasta stigi en líkt og í fyrri tveim náði KNRC góðum tökum á hrinunni þegar staðan var 15-8. Allt virtist ganga upp hjá heimakonum og héldu þær sterkar út alla hrinuna sem endaði 25-13.