Eftir fyrri undanúrslitarleikinn í dag, KA gegn Hamri var kominn tími á að flauta seinni undanúrslitaleikinn í gang þar sem að Þróttur Fjarðabyggð mætti StálÚlfi.
StálÚlfur byrjuðu leikinn vel og komu sér 1-4 yfir. Þróttur voru þó ekki lengi að jafna í 4-4. Liðin skiptust á því að skora og var staðan orðin 8-8 þegar að Þróttur gaf í og komust í 12-8 forystu. StálÚlfur brúuðu bilið í 12-10 en þá gáfu Þróttur Fjarðabyggð í og komu sér í 17-11 forystu. Áfram héldu Þróttur Fjarðabyggð að hamra á StálÚlf og héldu forystunni út hrinuna. Þróttur endaði á því að sigra hrinuna sannfærandi 25-16.
Þróttur byrjuðu aðra hrinuna vel og komu sér í 3-1. StálÚlfur jöfnuðu Þrótt í stöðunni 5-5 og skiptust liðin á því að skora fram að stöðunni 12-12. Þá gaf StálÚlfur í og leiddu hrinuna 12-14. StálÚlfur voru með í lás og komu sér í 12-19 forystu. StálÚlfur héldu áfram að leiða hrinuna og enduðu á því að sigra hana örugglega 16-25.
Þriðja hrina byrjaði jöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora upp að stöðunni 8-8. Áfram héld hrinan að vera jöfn og skoruðu liðin til skiptis og var staðan orðin 16-16. Liðin voru hnífjöfn og stóð hrinan í 23-23. Mikla spennu var um að ræða og endaði hrinan á því að fara í upphækkun. Í stöðunni 25-25 gerði Þróttur Fjarðabyggð skiptingu þar sem að Ágúst Leó kom inná í fyrsta skiptið í leiknum og var settur í uppgjöf. Hann gerði það frábærlega þar sem að hann gerði ás sem kom Þrótturum í 26-25 forystu. Þróttur enduðu á því að sigra hrinuna 27-25.
Þróttur byrjuðu fjórðu hrinu vel og komust í 3-0 forystu. StálÚlfur voru þó ekki lengi að því að setja í gír og jöfnuðu í stöðunni 6-6. StálÚlfur héldu áfram að leiða hrinuna en hélt þó Þróttur alltaf í við þá. Þjálfari Þróttar tók leikhlé í stöðunni 14-17 fyrir StálÚlfi í von um að fá meira líf í leikmennina sína. Liðin skiptust á því að skora en héldu þó StálÚlfur alltaf nokkura stiga forskoti og enduðu á því að loka hrinunni 21-25 og knýja fram oddahrinu.
Þróttarar komu inn að krafti í oddahrinuna og leiddu 4-1. Mikið stuð var inná vellinum hjá Þrótti Fjarðabyggð og leiddu þeir hrinuna 7-3. Stálúlfur gáfu þá í og minkuðu muninn í 7-5. Þróttur vann skiptinguna í stöðunni 8-5 og var mikil stemning í höllinni fyrir hönd Þrótt Fjarðabyggð. StálÚlfur minkuðu muninn í 8-7. Þróttur náði þá aftur forystunni 10-7, en náðu StálÚlfur að jafna í stöðunni 11-11. Liðin skiptust á því að skora upp að stöðunni 13-13 þegar að Þróttur settu í lás og sigruðu hrinuna 15-13 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum í Kjörísbikar karla 2024.
Úrslitaleikurinn verður spilaður á morgun kl 15:00 þar sem að þeir munu mæta Hamri.