Laugardaginn 24. febrúar fékk HK Völsung í heimsókn í Digranesið þar sem að liðin spiluðu í neðri kross Unbrokendeild karla.
HK byrjuðu leikinn vel og komust í 7-2 forystu. Hægt og rólega náðu Völsungur að brúa bilið í 11-10. Áfram hélt HK forystunni og leiddu hrinuna 17-14. Í stöðunni 19-15 gáfu Völsungur í og jöfnuðu HK í 19-19 og náðu forystu í 19-21. HK menn voru þó ekki lengi að gefa í og jöfnuðu gestina í stöðunni 22-22. Eftir það skipust liðin á því að skora og enduðu Völsungur á því að taka hrinuna 27-29.
Önnur hrina byrjaði jöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora og var aldrei meira en tveggja eða þriggja stiga munur sem skildi liðin að. Í stöðunni 15-14 gáfu HK menn í og komu sér í 18-14 forystu. Þá gáfu Völsungur í og jöfnuðu heimamenn í stöðunni 20-20. Eftir jafna og spennandi hrinu lokuðu Völsungur hrinunni 23-25.
HK byrjuðu hrinuna vel og leiddu 5-2. Völsungur voru þó ekki lengi að því að setja í annan gír og jöfnuðu í stöðunni 6-6. Aftur náðu HK forystunni og leiddu hrinuna 14-8. HK menn voru í stuði og héldu áfram forystunni 19-13. Eftir að HK höfðu verið með forystuna alla hrinuna enduðu þeir á því að sigra hana 25-19.
Aftur byrjuðu HK hrinuna vel og leiddu 6-3 og 13-7. Völsungur voru í vandræðum með HK og héldu heimamenn áfram að leiða hrinuna og var staðan orðin 18-10. Áfram héldu HK að pressa á gestina og enduðu á því að loka hrinunni sannfærandi 25-14.
HK menn byrjuðu oddahrinuna vel og leiddu 5-2. Völsungur gáfu þá í og jöfnuðu í stöðunni 6-6 og fengu snúninginn í stöðunni 7-8. Eftir það skiptust liðin á því að skora. HK komu sér í góða stöðu þar sem að þeir leiddu 14-12. Völsungur gáfu þá í og jöfnuðu í 14-14. Eftir mjög jafna og æsispennandi hrinu sigruðu Völsungur hrinuna 16-18 og þar með leikinn 2-3.
Stigahæstur í liði HK var Valens Torfi með 26 stig og fyrir Völsung var Marcei stigasæstur með 24 stig.