Erlendar fréttir

Danska deildin

Nordenskov – Odense Volleyball

Fimmtudaginn 21. febrúar fóru Odense Volleyball í heimsókn til Nordenskov þar sem að þeir spiluðu gegn Nordenskov en þeir liggja á toppi deildarinnar eins og staðan er.

Odense Volleyball mættu ekki nógu tilbúnir til leiks og fundu taktinn alltof seint þegar að Nordenskov var búið að ná tökum á leiknum og voru með stjórn á leiknum alveg frá byrjun. Það var fyrst í þriðju hrinu að Odense Volleyball náðu einhverjum tökum á leiknum en það dugði ekki til.

Leikurinn fór 0-3 (25-19, 25-14 og 28-26).

Ikast – Gentofte

Í gær laugardaginn 24. febrúar héldu Gentofte til Ikast þar sem að þær spiluðu kl 15:00.

Gentofte byrjuðu leikinn vel og leiddu 3-8. Gentofte voru með góða stjórn á hrinunni og sigruðu hana sannfærandi 12-25.

Önnur hrina var jafnari en sú fyrsta og voru liðin jöfn upp að stöðunni 13-13. Þá gáfu Gentofte í og náðu forystunni 13-18. Gentofte enduðu með því að sigra hrinuna 16-25.

Ikast komu með krafti inn í þriðju hrinu og leiddu hana 7-3. Ungt og efnilegt lið Ikast voru með í lás og voru með forystuna 19-10. Gentofte áttu í vandræðum með Ikast og sigruðu heimakonur hrinuna 25-18.

Fjórða hrina byrjaði jöfn en um miðja hrinuna gáfu Gentofte í og héldu forystunni eftir það. Gentofte enduðu á því að sigra hrinuna 21-25 og þar með leikinn 1-3.

Holte – Køge

Fyrsta hrina byrjaði jöfn en um miðja hrinuna gáfu Holte í og komu sér í 18-11 forystu. Holte enduðu með því að sigra hrinuna nokkuð sannfærandi 25-16.

Holte byrjuðu aðra hrinuna vel og náðu strak forystunni. Køge var í vandræðum með heimakonur og sigruðu Holte hrinuna sannfærandi 25-13.

Þriðja hrina var að sama skapi og sú önnur þar sem að Holte byrjuðu strax vel og héldu forystunni alla hrinuna. Holte sigraði hrinuna sannfærandi 25-11 og þar með leikinn 3-0.

leikmenn leiksins voru þær Sara Ósk og Clara.