Fréttir - Innlendar fréttir

Tvíhöfði fyrir austan

Tveir leikir fóru fram í efri og neðri krossum Unbrokendeildar karla og kvenna í gær fyrir austan þar sem Þróttur Fjarðabyggð karla tók á móti Aftureldingu og kvennalið Þrótt Fjarðabyggðar tók á móti Álftanesi.

Karlarnir áttu fyrsta leik og fór hann af stað með látum þar sem bæði lið náðu að stilla blokk sína snemma og skora þannig góð stig með blokk. Dáldið var um uppgjafarmistök í fyrstu hrinu hjá báðum liðum. Heimamönnum tókst að byggja upp sex stiga forustu þegar Afturelding tók leikhlé í stöðuni 16-10. Þróttur héldu þá áfram að pressa mikið á gestina með góðum uppgjöfum sem skilaði þeim öruggum sigri í fyrstu hrinu 25-17.

Önnur hrina var fjörug þar sem liðinn skiptust á að skora góð sóknar stig og sýndu bæði lið frábæran varnar leik en líkt og í fyrstu hrinu dróst Afturelding aftur úr og tókst heimamönnum að byggja upp fimm stiga forustu í stöðuni 17-12. Afturelding börðust gríðalega fyrir hverju stigi og náðu að bjarga ótrúlegustu boltum en allt kom fyrir ekki og tókst þeim ekki að jafna hrinuna sem Þróttur sigraði 25-22.

Þriðja hrina spilaðist mjög svipað og fyrstu tvær þar sem Þróttur komst í forustu og leiddu þeir í stöðunni 19-12. Afturelding gáfust þó ekki upp og byrjuðu hægt og rólega að vinna upp forskot heimamanna sem var farið að hætta að lítast á blikuna í stöðuni 21-19 og tóku þeir leikhlé. Gékk það til að trufla leik gestana því næsta uppgjöf endaði í netinu. Afturelding héldu þó áfram og jöfnuðu hrinuna með stigi úr blokk í stöðunni 22-22. Þróttur héldu þó haus og kláruðu hrinuna með sterkri blokk 25-23 og þar með leikinn 3-0.

Kvenna megin var það Álftanes sem sótti Þrótt Fjarðabyggð í neðri kross Unbrokendeildarinar og byrjuðu heimakonur gríðalega vel þegar þær komust fljótt í átta siga forustu þegar Álftanes tók leikhlé í stöðunni 9-1. Mikil uppgjafapressa gerði gestunum erfitt fyrir sem náðu sér aldrei á strik og sigldi Þróttur öruggum sigri í fyrstu hrinu heim 25-13.

Önnur hrina var mun jafnari og áttu bæði lið góða spretti. Tvö stig skildu liðin af þegar komið var í hálfa hrinu þegar Þróttur leiddi 16-14. Álftanes héldu áfram að veita mikla mótspyrnu og jöfnuðu leikinn í 18-18 og tók spennandi loka kafli við. Þróttur gerði þá lítið af mistökum og kláruðu hrinuna 25-22.

Þróttur komu einbeittar inn í þriðju hrinu og náðu fljótt góðum tökum á henni þegar þær komust í sjö stiga forustu 14-7. Álftanes héldu áfram að berjast fyrir hverjum bolta og gáfu lítið eftir en náðu þær ekki að vinna upp það forskot sem Þróttarar náðu að byggja upp snemma í hrinunni. Heimakonur kláruðu svo hrinuna 25-18 og þar með unnu þær leikinn 3-0.

Stigahæst í liði Þróttar Fjarðabyggðar var Amelía Rún Jónsdróttir með 13 stig.

Stigahæst í liði Álftanesar var Sara Stojanovic með 5 stig.