Erlendar fréttir

Holte með sigur í fyrsta leik í úrslitum

Sunnudaginn 14. apríl fékk Holte ASV Elite á heimavöll sinn þar sem að fyrsti leikur í úrslitum var spilaður. Úrslitin fara fram á sama hátt og undanúrslitin þar sem að það er spilað best af fimm leikjum eða það þarf að sigra þrjá leiki til þess að tryggja sér Danmarskmeistaratitilinn.

Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skiptust á því að skora upp að stöðunni 12-13. Þá gáfu ASV konur í og komu sér í 12-17 forystu. Í stöðunni 15-20 fyrir ASV settu Holte í annan gír og jöfnuðu hrinuna í 20-20. Holte sigraði fyrstu hrinuna 25-20.

Önnur hrina var hníf jöfn og skiptust liðin á því að skora upp að stöðunni 19-19. Þá gáfu ASV í og komu sér í góða stöðu 20-24. Þá settu Holte í fimmta gír og jöfnuðu í 24-24. Eftir það var mikil spenna en enduðu Holte með því að sigra hrinuna 29-27.

Holte voru í stuði og byrjuðu þriðju hrinuna með krafti og leiddu 8-1. ASV voru í vandræðum og áfram hélt Holte að leiða 12-2 og 18-6. Holte sigraði hrinuna sannfærandi 25-12 og þar með leikinn 3-0.

Leikmaður leiksins var Sille Hansen

Næsti leikur í úrslitum verður fimmtudaginn 18. apríl þar sem að Holte fer í heimsókn til Aarhus.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *