Fimmtudaginn 16. apríl fóru Odense Volleyball strákarnir í heimsókn til Nordenskov þar sem að fyrsti leikur í úrslitum var spilaður.
Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skiptust á því að skora. Odense Volleyball voru þó fljótir að ná forystu og leiddu 6-10. Eftir það skipust liðin á því að skora og náðu Nordeskov fyrst að jafna Odense Volleyball í stöðunni 18-18. Lokinn á hrinunni var spennandi og sigruðu Odense Volleyball fyrstu hrinuna 22-25.
Önnur hrina var hníf jöfn og æsispennandi þar sem að það voru aldrei meira en eitt til þrjú stig sem skildu liðin að. Eftir spennandi hrinu sigruðu Odense Volleyball hrinuna 23-25.
Odense Volleyball byrjuðu þriðju hrinuna vel og leiddu 2-7. Odense Volleyball strákarnir voru í stuði og leiddu 10-18. Með sterku spili Odense Volleyball áttu Nordenskov erfitt með að koma sér á strik og sigruðu Odense Volleyball hrinuna 18-25 og þar með leikinn 0-3.
Næsti leikur verður spilaður föstudaginn 19. apríl þar sem að Odense Volleyball fá Nordenskov í heimsókn.