Fréttir - Landsliðið

U19 liðin okkar mætt á NEVZA í Færeyjum

Bæði kvenna og karla U19 landslið Íslands héldu til Færeyjar í gær til að taka þátt á Norðurlanda móti (NEVZA).

Bæði lið áttu fyrsta leik í morgun klukkan 8:00 (7:00 ísl) á móti Svíþjóð.

Byrjunarliðið hjá stelpunum skipaði Isabellu í uppspili, Sigrún Önnu í Díó, Helenu og Heiðdísi á kantinum, Elín og Auður á miðjunni og Sigrún Marta sem libero.
Erfiðlega byrjaði hjá stelpunum en þær töpuðu fyrstu hrinunni 25-8. Stelpurnar byrjuðu hinsvegar mikið betur í annarri hrinu og tók Svíþjóð leikhlé í stöðunni 7-3 fyrir Íslandi. Sænsku stelpurnar náðu hægt og rólega að minnka munin og voru yfir 16-14. Svíþjóð vann svo hrinuna 25-22.
Íslensku stelpurnar voru með yfirhöndina mesta alla þriðju hrinu og voru yfir í stöðunni 20-15, Svíþjóð fór þá að gefa í og náðu að jafna í 22-22. Íslensku stelpurnar unnu svo í upphækkunn 26-24.
Eftir góðan endasprett í þriðju hrinu hjá Svíþjóð komu þær vel gíraðar í fjórðu hrinuna og voru með yfirhöndina allan tímann og unnu hrinuna nokkuð örugglega og þar með leikinn 3-1.

Íslensku stelpurnar eiga annan leik í dag. Hann er klukkan 13:00 (12:00 á íslenskum tíma) á móti Englandi. Hægt er að horfa á leikinn hér https://sg.tv.fo/ras/.

Byrjunarliðið hjá strákunum var skipað af Hreinn Kára í uppspilinu, Tómas í díó, Sverrir og Aron á köntunum, Sigurður og Pétur á miðjunni og Emil Már sem liberó.
Strákarnir töpuðu fyrstu hrinu 25-18.
Strákarnir spiluðu flott blak og var jafnt í byrjun annari hrinu. Borja þjálfari Íslands tók leikhlé í stöðunni 16-13 fyrir Svíum en það dugði ekki til og unnu Svíar 25-19. Líkt og í fyrstu tveimur hrinum skiptust liðinn á stigum í þriðju hrinu. Íslensku strákarnir voru yfir 21-19 en Svíarnir gáfu í og komust í 24-21, Ísland gafst hinsvegar ekki upp og komst í 24-23 en Svíar náðu svo seinasta stiginu og unnu hrinuna 25-23 og þar með leikinn 3-0

Íslensku strákarnir eiga einning annan leik í dag. Hann er klukkan 15:00 (14:00 á íslenskum tíma) á móti Danmörku.
Hægt er að horfa á leikinn hér https://sg.tv.fo/ras/.

Við hvetjum alla til þess að fylgjast með ungu og efnilegu landsliðsfólki Íslands!

Áfram Ísland!

U19 hópur KK
Hreinn Kári Erluson
Sigurður Kári Harðarson
Arnar Jacobsen
Tómas Davidsson
Pétur Örn Sigurðsson
Benedikt Stefánsson
Sigurður Helgi Brynjúlfsson
Sigurður Helgi Brynjúlfsson
Einar Leó Erlendsson
Sverrir Bjarki Svavarsson
Jökull Jóhannsson
Aron Bjarki Kristjánsson
Emil Már Diatlovic

U19 hópur KVK
Isabella Ósk Stefánsdóttir
Kristey Marín Hallsdóttir
Sigrún Marta Jónsdóttir
Elín Eyþóra Sverrisdóttir
Helena Einarsdóttir
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir
Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir
Inga Björg Brynjúlfsdóttir
Þórhildur Lilja Einarsdóttir
Sigrún Anna Bjarnadóttir
Sunna Rós Sigurjónsdóttir
Auður Pétursdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *