Erlendar fréttir - Fréttir

Slavia með öruggan 3-0 sigur á Komarno

Matthildur og liðsfélagar hennar í Slavia tóku á móti Komarno í Slóvakísku úrvalsdreildinni síðast liðinn Laugardag. Fyrsta hrinan var spennandi framan af það sem liðinn skiptust á að leiða. Slavia gaf þá í og tóku yfirhöndina þegar komið var í miðja hrinu og leiddu þær 15-10. Þrátt fyrir góða baráttu gestana náðu þær ekki að jafna hrinuna sem endaði 25-17 fyrir Slavia.

Slavia komu vel gíraðar inn í aðra hrinu og náðu góðum tökum á henni snemma þegar þær leiddu 7-1. Komarno voru þó hvergi nærri hættar og unnu sig hægt og rólega aftur inn í hrinuna og jöfnuðu í 12-12. Slavia gáfu þá í og leiddu 18-13 þegar Komarno tóku leikhlé. Það dugði ekki til þar sem heimakonur héldu sterkar út hrinuna og kláruðu hana 25-15.

Slavia byrjaði þriðju hrinuna betur og leiddu 16-10. Komarno átti fá svör við góðu spili Slavia sem kláruðu hrinuna öruggt 25-13 og tóku þar með leikinn 3-0.

Næsti leikur hjá Matthildi er toppslagur þann 9. Nóvember gegn VKP Bratislava en þessi tvö lið eru saman í fyrsta sæti deildarinnar. Hægt er að horfa á leikinn hér. https://svf-web.dataproject.com/CompetitionHome.aspx?ID=68

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *