Erlendar fréttir

Monika Janina og félagar tvöfaldir meistarar í Bandaríkjunum

Monika Janina stundar nám í Bandaríkjunum í skólanum UMass Dartmouth. Samhliða náminu spilar hún einnig blak með liði skólans.

Prógrammið hjá liði skólans hefur verið mjög þétt þar sem að þær æfa mikið og keppa um það bil 2-3 leiki á viku. Liðið spilar í Austur deild Bandaríkjanna og unnu þær þá deild á seinasta tímabili sem að kom þeim upp í NCA og var markmið liðsins að komast lengra í NCA þetta tímabilið.

Moniku hefur persónulega gengið mjög vel og hefur hún verið lykil maður í liðinu seinustu tímabil. Þann 25. nóvember settu Monika Janina og félagar svip í sögu skólans þar sem að þær urðu tvöfaldir meistarar eða “2-Peat Champs”. Einnig fékk Monika verðlaun fyrir íþróttamennsku í deildinni eða “All-Confernece-Sportmanship Award”

Tímabil liðisins er því komið á enda og mun Monika ekki spila meira með liðinu þar sem að hún útskrifast næstkomandi sumar.

Við óskum Moniku og liði hennar innilega til hamingju með árangurinn!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *