Presov tók á móti Matthildi og liðsfélugum hennar í Slavia í úrvalsdeildinni í Slóvakíu í dag. Slavia byrjaði leikinn betur og leiddu snemma leiks 17-11. Presov náði ekki að vinna upp það forskot og kláraði Slavia fyrstu hrinuna 25-22.
Slavia gaf ekkert eftir í annari hrinu og voru þær með mikla yfirburði þegar þær leiddu 12-3. Sterkar uppgjafir og frábært spil Matthildar byggði góðan grunn fyrir sigurinn sem var aldrei í hættu 25-15.
Slavia náði snemma góðum tökum á þriðju hrinunni og leiddu þær 12-6 þegar Presov tók leikhlé. Slavia gaf í eftir það og leiddu þær snögglega 20-8. Presov sá aldrei til sólar í þriðju hrinuni sem Slavia kláraði örugglega 25-10.
Slavia fer þá inn í jólafríið á toppi deildarinnar með 36 stig á meðan Presov er í því áttunda með 8 stig.