Slavia sótti Zilina í seinni hluta deildarkeppninnar í Slóvakíu í gær, en þessi tvö lið sitja í öðru og fyrsta sæti og var buist við hörku leik. Fyrsta hrina var mjög jöfn framan af þar sem liðinn skiptust á að halda forustunni og stóðu leikar jafnir í stöðunni 13-13. Slavia tóku þá yfirhöndina og leiddu það sem eftir var að hrinunni. Zilina var einu stigi frá því að jafna aftur hrinuna í stöðunni 17-18 en þá gáfu gestirnir frá Bratislava í og kláruðu hrinuna sannfærandi 18-25.
Það voru heimakonur sem byrjuðu aðra hrinuna betur og leiddu þær snemma leiks 13-7. Slavia unnu sig aftur inn í hrinuna og jöfnuðu loks í stöðunni 18-18. Eftir það urðu kaflaskipti í hrinunni og náði Slavia yfirhöndinni á loka metrum hrinunar sem þær kláruðu vel 22-25.
Þriðja hrina var einnig mjög spennandi þar sem Zilina var komið með bakið upp við vegg. Leikar stóðu jafnir í stöðunni 15-15 þegar Zilina gáfu rækilega í og skoruðu átta sig á stuttum kafla á meðan Slavia nældi sér aðeins í eitt. Þá var staðan skyndilega orðinn 23-16 fyrir heimakonum sem kláruðu þriðju hrinuna með fimm stiga mun 25-20.
Hvorugt liðið náði að byggja upp forustu í fjórðu hrinu og stóðu leikar jafnir í stöðunni 17-17. Slavia gáfu þá í og komu sér í góða stöðu þegar þær leiddu 20-24 og vantaði því aðeins eitt stig til að vinna leikinn. Zilina gáfu þó ekkert eftir og jöfnuðu aftur hrinuna í 24-24. Þá hrökk Slavia aftur í gang og kláruðu hrinuna 24-26 og þar með leikinn 1-3.