Matthildur og lið hennar DVTK tók á móti Nyiregyhaza í Ungversku úrvalsdeildinni á Þorláksmessu þar sem liðin byrjuðu bæði af krafti og var fyrsta hrina jöfn framan af þangað til gestirnir slitu sig frá DVTK og komust í þriggja stiga forustu 15-12. Heimakonur náðu ekki að vinna upp það forskot og þrátt fyrir mikla baráttu þá kláruðu gestirnir í Nyiregyhaza 25-21.
Með mikilli uppgjafapressu og góðum varnarleik náðu gestirnir yfirhöndinni í annari hrinu í stöðunni 15-10. DVTK átti nokkur glæsileg stig og Matthildur dreifði spilinu vel en gestirnir gengu á lagið og kláruðu hrinuna nokkuð örugglega 25-17.
Matthildur fekk krampa i kálfan seint í annari hrinu en kláraði þó hrinuna og kom fersk inn í þriðju hrinu þar sem hún skoraði glæsilega laumu beint í gólf en eins og í fyrstu tveimur hrinunum voru það gestirnir sem náðu yfir höndinni og voru yfir í stöðunni 15-9. Heimakonur í DVTK reyndu hvað þær gátu og áttu nokkra spretti inn á milli en allt kom fyrir ekki og gestirnir í Nyiregyhaza unnu þriðju hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-0.