Erlendar fréttir - Fréttir - Okkar fólk úti

Ævintýri Holte í Evrópubikarnum lauk í gærkvöldi

Í gærkvöldi lauk ævintýri Holte í Evrópubikarnum. Fyrirfram var vitað að ef Holte ætlaði sér að komast áfram í næstu umferð þyrftu þær að vinna leikinn 3-0 eða 3-1, þar sem að þær töpuðu fyrri leiknum 3-0. Ef það myndi takast þá væri spiluð gullhrina um hvort liði kæmist áfram.

150 áhorfendur mættu í höllina þegar að Holte tók á móti Sporting CP Lisboa. Leikurinn fór mjög vel af stað og gerði Holte sér lítið fyrir og unnu fyrstu hrinuna 25-16. Þrátt fyrir mjög gott spil Holte í fyrstu hrinu var það ekki nóg til að stoppa sóknarleik Sporting CP Lisboa í annarri hrinu, þær voru með yfirhöndina alla hrinuna og lokuðu henni 11-25.

Holte þurfti að vinna næstu tvær hrinur til þess að komast áfram, þær gerðu sitt allra besta sem var því miður ekki nóg til að stoppa Sporting CP Lisboa sem unnu þriðju hrinu 15-25 og þar með var ævintýri Holte lokið en þær héldu þó áfram að berjast og voru nálægt að taka fjórðu hrinuna en Sporting CP Lisboa lokuðu hrinunni 22-25.

Heilt yfir var Holte með betri móttöku, blokk og uppgjafir heldur en hitt liðið en sóknarleikur Sporting CP Lisboa var betri.

Leikmaður leiksins var frelsinginn Ditte Kjær.

Næsti leikur Holte er á móti Gentofte (liði Elísabetar) á sunnudaginn klukkan 12:00 á íslenskum tíma, hægt er að horfa á leikinn á danskvolley.tv.