Landsliðið

U-17 liðin í 5. sæti á NEVZA

Í dag var seinasti dagurinn á NEVZA hjá U-17 krökkunum og mættu bæði lið Færeyjum til þess að spila um 5. sætið.

Strákarnir spiluðu snemma í morgun og unnu leikinn 0-3 og fóru hrinurnar 18-25, 15-25 og 12-25.

Stelpurnar unnu sinn leik 1-3 og fóru hrinurnar 8-25, 25-22, 19-25 og 14-25.

Bæði lið enduðu þar með í 5 sæti og óskum við krökkunum innilega til hamingju með frammistöðuna. Við erum við stolt af okkar fólki. Bæði lið sýndu góða takta allt mótið og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Áfram Ísland!!