Innlendar fréttir

KA hirðir öll þrjú stigin í KA heimilinu í kvöld

Í kvöld fór fram leikur í KA heimilinu þar sem heimakonur tóku á móti Álftanesi í unbrokendeild kvenna í blaki. Álftanes byrjuðu leikinn sterkt og komust fljótt í stöðuna 4-8. KA nær hins vegar að saxsa fljótt á forskotið með sterkum uppgjöfum frá Paulu de olmo og nær KA foristu, 9-8. Eftir þetta var ekki aftur snúið og sígur KA framúr og náðu þær mest forskoti í stöðunni 21-14, hrinan endaði þó 25-17 og staðan því orðin 1-0 fyrir heimakonum.

Álftanes konur voru þó síður en svo búnar að gefast upp og byrjuðu aðra hrinu, líkt og fyrstu hrinu, af krafti. Þær voru með forustu þangað til um miðja hrinu en náði KA að jafna í 16-16. Eftir það varð hrinan frekar jöfn en náðu gestirnir að komast í stöðuna 24-22. KA konur voru þó ekki búnar að missa vonina og héldu áfram að berjast með þeim afleiðingum að þær náðu að knýja fram upphækkun og höfðu þær betur og endaði hrinan 30-28 fyrir heimakonum.

Þar með voru KA konur komnar með 2-0 forustu og voru greinilega hungraðar í að klára leikin því þær höfðu yfirhöndina alla þriðju hrinu og náðu þær mest 8 stiga forskoti en hrinan endaði 25-17 og þar með vann KA leikinn 3-0.

Gaman var að sjá unga og efnilega leikmenn hjá KA fá að spreyta sig en gríðarleg framför hefur verið undanfarið hjá þeim og greinilegt að framtíðin er björt hjá KA og ekki síður hjá þessum hæfileikaríku stelpum.

Ekki er vitað hvernig stigaskorið var í leiknum en fréttin verður uppfærð.