Fimmtudaginn 16. apríl var annar leikurinn í undanúrslitum Aftureldingar – HK spilaður á heimavelli HK í digranesinu þar sem að Afturelding átti möguleikann á því að tryggja sér sæti í úrslitum með sigri.
Afturelding byrjuðu leikinn vel og leiddu 4-8. Afturelding voru með í lás og voru HK í vandræðum með að halda í við þær og leiddu Afturelding 9-16. Afturelding sigraði fyrstu hrinuna 17-25.
HK byrjuðu aðra hrinuna vel og leiddu 8-4 og 10-5. Hægt og rólega minkuðu Afturelding muninn og jöfnuðu HK í stöðunni 17-17. HK konur gáfu þá í og komu sér í 20-17 forystu. Afturelding voru ekki sáttar með það og jöfnuðu HK í 20-20. Afturelding lokuðu hrinunni 20-25.
Þriðja hrina var hníf jöfn og skipust liðin á því að skora upp að stöðunni 18-18. Þá gáfu Aftureldingar konur í og komust í 18-22 forystu. Aftuelding sigruðu hrinuna 19-25 og þar með leikinn 0-3.
Afturelding eru þar með komnar áfram í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem að þær munu mæta KA.
Stigahæst í liði HK var Sóldís með 9 stig og fyrir lið Aftureldingar var Thelma stigahæst með 12 stig.