Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Erfið helgi á Canary eyjum hjá Sant Joan

Jóna og félagar hennar í Sant Joan áttu tvo leiki á Canary eyjum síðastliðna helgi. Fyrsti leikurinn var á móti sterku liði Guía. Sant Joan áttu erfitt með að stoppa góðan sóknarleik Guía en voru þó aldrei langt á undan. Sant Joan töpuðu þó leiknum 3-0, 25-17, 25-21, 25-20.

Seinni leikurinn var á móti Hildimar og var sá leikur mjög sveiflukenndur. Fyrsta hrina byrjaði frekar spennandi en stigu Hildimar hægt og rólega fram úr þegar leið á hrinuna og unnu hrinuna 25-19.

Jóna og lið hennar komu vægast sagt sterkar til baka og gerðu sér lítið fyrir og unnu hrinuna 15-25 með góðri pressu úr uppgjöfum og góðri dreifingu á spili.

Þriðja hrina snérist hins vegar alveg við þar sem Hildimar gjörsamlega tóku yfir hrinuna með virkilega góðum uppgjöfum og unnu hrinuna 25-11.

Í fjórðu hrinu var Hildimar alltaf skrefi á undan og var örlítið eins og Sant Joan hafi verið búnar að gefast upp áður en hrinan byrjaði. Um miðja hrinu söxuðu þær aðeins á forskotið en það var ekki nóg og töpuðu þær hrinunni 25-19 og töpuðu þar með leiknum 3-1.

Næsti leikur er Sunnudaginn 19. nóvember heimaleikur gegn topp liði Madrid og hægt er að fygjast með hér: https://www.youtube.com/watch?v=gD2AGesisHw