Fyrr í vikunni fóru U-17 landsliðin okkar á NEVZA í Ikast í Danmörku. Bæði lið enduðu á palli og tóku stelpurnar brons með heim og strákarnir silfur. Þetta er í fyrsta sinn þar sem að bæði lið enda á palli á NEVZA. Þetta var frábær árangur hjá Íslensku liðunum okkar og voru þau til fyrirmindar bæði innan sem utan vallar.
Innilega til hamingju leikmenn og þjálfarar!
Seinna í vikunni munu U-19 landsliðin okkar halda til Færeyja þar sem verður leikið dagana 24-28. október NEVZA U-19. Við munum setja inn frétt þegar nær dregur um hvenær liðin keppa og hvort það verði hægt að fylgjast með leikjunum.
Við óskum U-19 liðunum góðs gengis.
Áfram Ísland!