Erlendar fréttir

Fyrsti leikur Odense Volleyball í undanúrslitum um danmarksmeistaratitilinn

Fimmtudaginn 21. mars hélt Odense Volleyball til Kaupmannahafnar þar sem að þeir mættu Gentofte í fyrsta undanúrslitarleik um danmarksmeistaratitilinn.

Odense Volleyball byrjuðu leikinn vel þar sem að þeir komu sér í 3-6 forystu. Liðin skipust á því að skora en ekki leið langt á hrinuna þar til að Gentofte var búið að jafna í stöðuna 12-12. Liðin héldu áfram að skora til skiptis og var um mjög jafna hrinu að ræða. Gentofte náðu þó forystunni og tók þjálfari Odense leikhlé í stöðunni 20-17 fyrir Gentofte. Með sterkum sóknum Gentofte náðu Odense Volleyball ekki að koma sér á strik og sigruðu Gentofte fyrstu hrinuna 25-22.

Önnur hrina var hníf jöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora og var aldrei meira en eitt til tvö stig sem skildu liðin að. Í stöðunni 12-12 náðu Odense Volleyball að koma sér í 12-15 forystu. Áfram héldu Odense Volleyball að leiða hrinuna og voru Gentofte í vandæðum með Odense Volleyball. Odense Volleyball enduðu með því að sigra hrinuna 18-25 og jöfnuðu þar með leikinn í 1-1.

Odense Volleyball voru í stuði og komu sterkir inn í þriðju hrinu þar sem að þeir leiddu 3-7. Gentofte náðu að brúa bilið í stöðunni 9-10. Eftir það skiptust liðin á því að skora en hélt þó Odense Volleyball alltaf forystunni. Gentofte náðu að jafna í fyrsta sinn í hrinunni í stöðunni 21-21 og náðu forystunni 24-21. Odense Volleyball héldu áfram að berjast en ekki dugði það til og sigruðu Gentofte hrinuna 25-23.

Gentofte byrjuðu fjórðu hrinuna sterkt þar sem að þeir leiddu 6-2. Áfram héldu Gentofte að leiða hrinuna og var staðan orðin 18-13. Odense Volleyball áttu erfitt með að koma sér á strik og sigruðu Gentofte hrinuna 25-18 og þar með leikinn 3-1.

Næsti leikur er laugardaginn 23. mars þar sem að Gentofte fer þá í heimsókn til Odense.