Erlendar fréttir

Gentofte með öruggan sigur á Køge og tryggðu sér þriðja sætið í deildinni

Þann 16.mars spilaði Gentofte síðasta deildarleikinn sinn á móti liði Køge. Køge liggur á botni deildarinnar, því mátti búast við öruggum sigri.

Gentofte byrjuðu fyrstu hrinuna vel og náðu að halda góðri forystu út allan leikinn. Køge komst aldrei á strik og áttu erfitt með að stoppa sóknarleik Gentofte. Gentofte vann leikinn (25-13, 25-10 og 25-15) og endar því í þriðja sæti í deildinni.

Næst á dagskrá er undanúrslit um danska meistaratitilinn. Gentofte mætir bikarmeisturunum frá Århus í fyrsta leik á sunnudaginn klukkan 15:00. Eins og hjá strákunum þá þarf að vinna þrjá leiki til að komst í úrslit.

Hér má sjá leikjarplanið næstu tvær vikur:

24.mars útileikur

27.mars heimaleikur

2.apríl útileikur

4.apríl heimaleikur (ef þess þarf)

6.apríl útileikur (ef þess þarf)

Allir leikir í dönsku deildinni eru sýndir hér:

https://www.danskvolley.tv/da/home