Habo Wolley, þar sem Hafsteinn Már leikur, mætti öflugu liði Floby VK í undanúrslitum sænsku úrslitakeppninnar. Floby VK sýndi styrk sinn og tryggði sér sæti í úrslitum eftir þrjá sigraða leiki.
Fyrsti leikurinn endaði 3-1 fyrir Floby (25-19, 20-25, 25-15, 25-19), annar leikurinn fór einnig 3-1 (25-16, 30-32, 26-24, 25-15), og sá þriðji lauk með 3-0 sigri Floby (25-20, 25-22, 25-16).
Ekki er enn ljóst hverjir verða andstæðingar Habo Wolley í leikjunum um þriðja sætið. Hylte Halmstad og Vingåkers VBK mætast í oddaleik á morgun, og mun sigurliðið þar mæta Floby VK í úrslitum, en tapliðið keppa við Habo Wolley um bronsið.
Hafsteinn Már hefur átt glæsilegt tímabil og verið lykilmaður í liði Habo Wolley, bæði með stöðugri frammistöðu og einnig sem einn af stigahæstu leikmönnum liðsins.
Við óskum Hafsteini og liðsfélögum hans góðs gengis í baráttunni um þriðja sætið. Hægt er að fylgjast með leikjunum í sænsku úrvalsdeildinni á eftirfarandi vef: https://www.volleytv.se/sv/home