Hamar tók á móti HK í Unbrokendeild karla seinast liðinn miðvikudag. Hamar byrjaði betur og leiddi framan af í fyrstu hrinu 15-9. Þrátt fyrir góða baráttu gestana náðu þeir ekki að jafna hrinuna sem heimamenn kláruðu 25-22.
Önnur hrina var heldur jafnari þar sem leikar stóðu jafnir í 13-13. Heimamenn skelltu þá í lás og sóttu níu stig á meðan lítið gékk upp hjá HK. Hamar leiddi þá 22-14. HK unnu sig aftur inn í hrinuna en ógnuðu ekki heimamönnum sem tóku aðra hrinuna 25-19.
HK byrjaði þriðju hrinuna betur og leiddu framan af en Hamar var aldrei langt undan og jöfnuðu heimamenn hrinuna í stöðunni 12-12. Eftir það náði Hamar yfirhöndinni og kláruðu þeir hrinuna 25-21. Hamar fer því inn í jólafríið á toppi deildarinnar á meðan HK verður að láta seinasta sætið duga.
Stigahæstir í liði Hamars voru þeir Rafal Berwald með 15 stig og Hafsteinn Valdimarsson með 12 stig.
Stigahæsti í liði HK voru það Jökull með 10 stig, Lúðvík og Markús báðir með 7 stig.