Innlendar fréttir

HK sigruðu Stál-Úlf 3-0

Miðvikudaginn 31. janúar fékk HK Stál-Úlf í heimsókn.

Stál-Úlfur byrjuðu hrinuna vel og leiddu 1-5. HK menn voru þó ekki lengi að koma sér í gír og jöfnuðu í 6-6. Eftir það var hrinan mjög jöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora og var aldrei meira en tveggja stiga munur milli liðana. Í stöðunni 16-16 gáfu gestirnir í og náðu þriggja stiga forskoti 16-19. Í stöðunni 17-21 fyrir Stál-Úlfi tók þjálfari HK leikhlé. HK menn gáfu þá hressilega í og jöfnuðu í 21-21. Eftir það var hrinan aftur mjög jöfn og skiptust liðin á því að skora. Eftir spennandi hrinu lokuðu HK menn hrinunni 26-24.

Önnur hrina var að sama skapi og sú fyrsta þar sem að liðin voru afar jöfn og skipust á því að skora. Í stöðunni 13-13 gáfu heimamenn í og komu sér í 17-13 forytu. Stál-Úlfur voru þó ekki lengi að gefa í og jöfnuðu í stöðunni 17-17. Undir lok hrinunnar gáfu heimamenn í og sigruðu hrinuna 25-21.

Þriðja hrina byrjaði jöfn og var staðan 6-6. Þá gáfu HK menn í og leiddu 9-6. Eftir það héldu heimamenn forystunni og leiddu hrinuna 16-11. Stál-Úlfur áttu erfitt með að halda í við HK og var staðan orðin 22-14 fyrir HK. HK enduðu á því að sigra hrinuna nokkuð sannfærandi 25-18 og þar með leikinn 3-0.

Stigahæstur í liði HK var Tómas Davíðsson með 16 stig og stigahæstur í liði Stál-Úlfs var Alexander með 12 stig.

Næsti leikur liðanna er næstu helgi þar sem að þau keppa í 8. liða úrslitum í bikarnum en HK keppir laugardaginn 3. febrúar kl 13:30 þar sem að þeir fá KA í heimsókn en Stál-Úlfur keppir sunnudaginn 4.febrúar kl 15:00 þar sem að þeir fá Völsung í heimsókn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *