Erlendar fréttir

Holte sigraði Gentofte 3-2

Laugardaginn 28. janúar fékk Holte Gentofte í heimsókn, en það er ekki langt síðan að liðin spiluðu gegn hvort öðru en það var seinast þann 6. janúar á heimavelli Gentofte þar sem að Holte vann naumlega 3-2 og mátti því búast við spennandi leik.

Gentofte byrjuðu leikinn vel og komu sér í 3-6 forystu. Holte var þó ekki lengi að koma sér í gang og jöfnuðu í stöðunni 8-8. Eftir það var hrinan spennandi þar sem að liðin skiptust á því að skora en hélt Holte þó alltaf eins til tveggja stiga forskoti. Gentofte jöfnuðu í stöðunni 19-19 og náðu forskoti í fyrsta sinn síðan í byrjun hrinunnar 19-21. Gentofte voru komnar í góða stöðu þar sem að þær leiddu 21-24. Holte konur settu þá í næsta gír og náðu að jafna í 24-24. Eftir æsispennandi hrinu sigruðu Holte 30-28.

Önnur hrina var afar jöfn og skiptust liðin á því að skora þangað til um miðja hrinu gaf Holte í og náðu 21-16 forskoti. Gentofte konur gáfu í og brúuðu bilið í 22-21. Holte voru komnar í góða stöðu þar sem að þær voru 24-21 yfir. Gentofte gáfu þá í og jöfnuðu í 24-24. Eftir góða endurkomu sigruðu Gentofte hrinuna 24-26.

Þriðja hrina byrjaði jöfn þar sem að staðan var 5-5. Þá náðu Gentofte 5-9 forystu. Gentofte leiddu hrinuna 8-14 þegar að þjálfari Holte tók leikhlé. Holte áttu erfitt með að halda í við Gentofte og leiddu þær hrinuna 11-18. Gentofte enduðu með því að taka hrinuna nokkuð sannfærandi 18-25.

Holte konur voru þá komnar með bakið upp við vegg. Holte byrjuðu hrinuna vel og leiddu 4-1. Þjálfari Gentofte tók leikhlé í stöðunni 12-7 en Holte héldu áfram að pressa á gestina og leiddu hrinuna 16-10. Eftir að Holte hafði leitt alla hrinuna settu Gentofte í lás og jöfnuðu í stöðunni 19-19. Eftir það var hrinan æsispennandi og skiptust liðin á því að skora. Gentofte leiddi 23-24 og höfðu möguleikann á því að sigra leikinn en Holte konur náðu að knýja fram upphækkun og jöfnuðu í 24-24. Holte enduðu á því að sigra hrinuna 28-26 og þar með knúðu fram oddahrinu.

Holte byrjuðu hrinuna vel þar sem að þær leiddu 6-2. Gentofte settu þó í annan gír og jöfnuðu í stöðunni 7-7. Gentofte leiddi hrinuna 7-9 þegar að þjálfari Holte leikhlé og náðu þær eftir það að jafna Gentofte í stöðuna 9-9. Eftir það skiptust liðin á því að skora en í stöðunni 12-12 settu Holte konur í lás og lokuðu hrinunni 15-12 og sigruðu þar með leikinn 3-2.

Næsti leikur liðanna er aftur gegn hvort öðru en þá mætast þau í undanúrslitum í bikarnum laugardaginn 3. febrúar kl 19:30.

Hægt er að fylgjast með öllum leikjum bikarhelgarinnar inn á:

https://www.danskvolley.tv/da/home?up=0