Erlendar fréttir

Grannaslagur í Odense

Seinastliðinn laugardag mættu Odense Volleyball DHV Odense á heimavelli DHV þar sem að Odense Volleyball sigraði 1-3 (10-25, 16-25, 25-15 og 20-25).

Odense Volleyball sigruðu fyrstu tvær hrinurnar mjög sannfærandi og leit allt út fyrir það að þetta yrði auðveldur 0-3 sigur. Það breyttist hinsvegar í þriðju hrinunni þegar að ungt lið DHV Odense refsuðu Odense Volleyball fyrir það að vera ekki með 100% athygli í hrinunni og tóku þriðju hinuna mjög sannfærandi 25-15. Odense Volleyball náðu þó að rífa sig í gang og sigruðu fjórðu hrinu 20-25 og þar með leikinn 1-3.

Final-4 bikarhelgin bíður þar sem að næsti leikur Odense Volleyball er í undanúrslitum laugardaginn 3. febrúar gegn Gentofte kl. 13:50 á ÍSL tíma.

Hægt er að fylgjast með öllum leikjum bikarhelgarinnar inn á:

https://www.danskvolley.tv/da/home?up=0